Mannauður
Í Arion starfar þétt liðsheild öflugs starfsfólks.
Við erum stolt af vinnustað okkar og vinnum stöðugt að því að bæta okkar árangur og þjónustu við viðskiptavini.
EKKO
Stefna gegn einelti, áreitni og ofbeldi (EKKO)
Arion leggur mikla áherslu á að samskipti á vinnustaðnum einkennist af gagnkvæmri virðingu og að starfsfólki líði vel. Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni, sem og annað ofbeldi (hér eftir nefnd EKKO) verður undir engum kringumstæðum umborin á vinnustaðnum enda er slík hegðun, lögum samkvæmt, óheimil á vinnustöðum.
Með forvarnar- og viðbragðsáætlun í EKKO málum, vill Arion tryggja sálfélagslegt og líkamlegt öryggi starfsfólks síns. Að auki er markmið stefnunnar að stuðla að forvörnum, viðeigandi verkferlum og úrræðum í samræmi við ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn EKKO á vinnustöðum.
Ítarlegri upplýsingar um stefnuna og úrræði eru aðgengilegar starfsfólki.