Mannauðsstefnan okkar

Markmið okkar er að halda í, laða að og efla framúrskarandi starfsfólk.

Við viljum skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi og leggjum því áherslu á jöfn tækifæri, sem og árangursdrifna vinnustaðamenningu.

Í sameiningu leggjum við okkur fram við að skilja þarfir og uppfylla væntingar viðskiptavina okkar, enda er árangur þeirra okkar árangur.

Mannauðsstefna Arion

Markmiðið að starfsfólki líði vel

Fólk ver stórum hluta dagsins í vinnunni og því mikilvægt að umhverfið taki mið af þörfum þess. Í starfsstöðvum okkar eru þægindi í fyrirrúmi, falleg listaverk prýða veggina og passað er upp á hljóðvist í vinnurýmum.

Í mötuneyti höfuðstöðvanna ráða frábærir kokkar ríkjum. Ávallt er boðið upp á kjöt- eða fiskrétt – að ógleymdum grænkerarétti og salatbar.

Þá er þar einnig að finna líkamsræktarsal, auk þess sem hægt er að skella sér í pool, fótboltaspil, golfhermi eða pílu á milli verkefna.

Látum þetta ganga upp

Það getur verið áskorun að samræma vinnu og einkalíf. Við höfum því sett okkur skýr markmið um að vera fjölskylduvænn vinnustaður og bjóðum bæði upp á sveigjanlegt starfsumhverfi og fjarvinnustefnu.

Við tryggjum starfsfólki að jafnaði 80% laun í fæðingarorlofi, auk þess sem fólk safnar orlofsréttindum á meðan það er frá vinnu.

Starfsmannafélagið Skjöldur býður svo upp á íþróttaskóla fyrir börn starfsfólks, auk þess að standa fyrir fjölda annarra viðburða fyrir fjölskylduna árið um kring.

Stefnurnar okkar eru meira en bara orð á blaði

 

Hugum að heilsunni

Við bjóðum upp á hollan mat í hádeginu og góða íþróttaaðstöðu innanhúss.

Starfsfólk fær einnig íþróttastyrk sem það getur nýtt til að greiða æfingagjöld, eða kaupa sér búnað til íþróttaiðkunar.

Heilsu- og öryggisstefna

Komum fram af virðingu

Okkur er umhugað um líðan starfsfólks.

Við höfum því markað okkur stefnu gegn einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni, sem og öðru ofbeldi.

Stefna gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Fræðsla og þjálfun

Okkur er mikilvægt að starfsfólk fái tækifæri til að efla sig, bæði faglega og persónulega.

Þess vegna fjárfestum við í þekkingu og hæfni starfsfólks með fjölbreyttum leiðum.

Fræðslustefna

Skýr sýn í jafnréttismálum

Við leggjum mikið upp úr því að starfsfólk okkar njóti virðingar og að fjölbreytt sjónarmið fái að njóta sín.

Inngilding er höfð að leiðarljósi, enda er hópurinn afar fjölbreyttur – vinnuumhverfið endurspeglar þetta og tekur tillit til ólíkra þarfa.

Við vinnum einnig eftir jafnlaunastefnu til að tryggja jöfn kjör fyrir jafn verðmæt störf og gagnsæi í launaákvörðunum.

Jafnréttisstefna

Eftir farsælan feril

Við sýnum sveigjanleika og komum til móts við óskir starfsfólks við starfslok.

Við lok ferilsins höldum við svo kveðjukaffi þar sem við þökkum samfylgdina og vel unnin störf í gegnum tíðina.

Stefna um starfslok

Finnst þér gott að vinna heima?

Breyttir tímar kalla á fjölbreyttara og sveigjanlegra starfsumhverfi. Verkefni starfsfólks eru ólík og í sumum tilfellum hentar betur að vinna heima. Við viljum koma til móts við þær þarfir.

Aukinn sveigjanleiki stuðlar einnig að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs, sem er okkur öllum til góða.

Fjarvinnustefna

Stígðu þín fyrstu skref hjá okkur

Framúrskarandi útskriftarnemum gefst kostur á að taka þátt í útskriftarprógrammi Arion og kynnast fjölbreyttum störfum innan samstæðunnar.

Um er að ræða 15 mánaða prógramm þar sem ungt fólk, sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, getur öðlast fjölbreytta þekkingu og reynslu.

Þátttakendur færast til í starfi á nokkurra mánaða fresti og fá að vaxa í takt við styrkleika og áhugasvið.

Við höldum einnig úti svokölluðu mentorverkefni, þar sem fastráðið starfsfólk fær tækifæri til að efla sig í starfi og stíga út fyrir þægindarammann.

Meira um útskriftarprógrammið

 

Viltu kíkja í heimsókn?

Hvaða ferðamáti hentar þér?

Sífellt fleiri kjósa að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast til og frá vinnu. Við fögnum því og bjóðum starfsfólki sem nýtir sér umhverfisvænan ferðamáta samgöngustyrk.

Við greiðum einnig fyrir afnot af rafskútum HOPP á vinnutíma, sem er hentugt ef fólk þarf að skjótast á fund í næsta nágrenni.

Við höfuðstöðvarnar má svo finna yfir 100 rafhleðslustöðvar þar sem starfsfólk getur hlaðið bíla sína.

Við hlustum á fólkið okkar

 

Góður starfsandi verður ekki til af sjálfu sér. Við leggjum mikinn metnað í að viðhalda starfsánægju og mælum reglulega upplifun fólks af vinnustaðnum. Niðurstöður sýna að starfsfólki líður vel og er ánægt í starfi.

Við leggjum auk þess mikið upp úr góðum samskiptum. Það er bæði fljótlegt og einfalt að koma ábendingum á framfæri, sem gerir okkur kleift að bregðast skjótt við. 

Starfsfólk

823 

Traust til stjórnenda

4,68 af 5

Líður vel í vinnunni

4,52 af 5

Meðmæli með vinnustaðnum

8,78 af 10

Stolt

4,56 af 5

Arion vísitalan

4,43 af 5

Niðurstöður úr vinnustaðagreiningu og meðaltal Arion vísitölu árið 2024

Það er til mikils að vinna

Listvinir er stærsti klúbburinn sem starfræktur er innan Arion og telur rúmlega 500 meðlimi.

Markmið klúbbsins er að efla áhuga og þekkingu starfsfólks á menningu og listum, auk þess að styðja við bakið á listafólki.

Klúbburinn stendur ekki aðeins fyrir áhugaverðum fyrirlestrum og námskeiðum, því tvisvar á ári eru svo haldin svokölluð listakvöld.

Þar gefst meðlimum klúbbsins tækifæri á að eignast falleg og eiguleg verk – ef heppnin er með þeim.

Við látum okkur ekki leiðast

 

Skjöldur, starfsmannafélag Arion, rekur ekki aðeins orlofshús víðs vegar um landið. Félagið starfrækir einnig hina ýmsu klúbba – svo allir starfsmenn ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Eftirfarandi nefndir starfa á vegum félagsins:

  • Orlofshúsanefnd
  • Skemmtinefnd
  • Ferðanefnd
  • íþróttanefnd
  • Golfnefnd
  • Tómstundanefnd
  • Umhverfisnefnd
  • Veiðinefnd

Hvað segir starfsfólk?

Harpa Þrastardóttir 
Teymisstjóri

„Í Arion er alltaf nóg af skemmtilegum verkefnum og mikil tækifæri til þess að þróast í starfi. Starfsfólk er lausnamiðað og er sífellt að reyna að gera betur gagnvart viðskiptavinum og starfsfólki. Svo er mötuneytið upp á tíu!“

 

 

Björgvin Már Þorvaldsson
Þjónustustjóri

„Arion er frábær vinnustaður sem býður upp á mikinn sveigjanleika. Einnig er frábært starfsmannafélag sem stendur fyrir fjölbreyttu félagsstarfi og erum við svo heppin að hafa besta mötuneyti landsins.“

Heiðrún Leifsdóttir
Sérfræðingur

„Hér er vel hugsað um starfsfólkið og það hentar mér vel að hafa mikið að gera. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að prufa ýmis verkefni og er nú í því allra skemmtilegasta sem ég hef gert á ferlinum.“