Vinnustaðurinn
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Viltu vinna með okkur?
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Til að skapa traust og virðisauka fyrir viðskiptavini er mikil áhersla lögð á að viðhalda þekkingu og hæfni starfsfólks með markvissri endurgjöf, símenntun og starfsþróun. Mikið er lagt upp úr frumkvæði, ábyrgð starfsmanna og krefjandi verkefnum í öflugu og gefandi hópstarfi.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa í góðu starfsumhverfi með kraftmiklu fólki eru hvattir til að sækja um starf.
Sveigjanleiki og gott starfsumhverfi
Okkur er umhugað um líðan starfsfólks okkar og að skapa því gott starfsumhverfi. Starfsfólk getur óskað eftir því að vinna heima einn dag í viku, svo framarlega sem það hentar þeim verkefnum sem það sinnir.
Að bjóða starfsfólki að vinna heima er liður í því að bjóða upp á fjölbreyttara vinnuumhverfi og auka starfsánægju. Verkefni starfsfólks eru margvísleg og það getur hentað að vinna heima öðru hverju. Ekki síst til að sinna verkefnum sem krefjast sérstakrar einbeitingar.
Með fjarvinnu sparast sá tími sem það tekur starfsfólk að fara í og úr vinnu. Þannig leggjum við okkar af mörkum og drögum úr umferð sem er gott skref til að minnka útblástur vegna ferða starfsfólks og samræmist vel stefnu bankans í umhverfis- og loftslagsmálum.
Öflugt starfsmannafélag
Starfsmannafélagið Skjöldur stendur fyrir öflugu og fjölbreyttu félagsstarfi starfsmanna og í mörgum tilfellum allrar fjölskyldunnar. Innan félagsins eru starfræktar nokkrar nefndir sem hver um sig starfrækir hina ýmsu klúbba og stendur fyrir ótal viðburðum árlega.
Nefndir félagsins eru: Skemmtinefnd, ferðanefnd, tómstundanefnd, íþróttanefnd og orlofshúsanefnd.
Meðal klúbba eru til dæmis: Ljósmyndaklúbbur, veiðiklúbbur, golfklúbbur, hjólaklúbbur, bókaklúbbur og prjónaklúbbur svo eitthvað sé nefnt.
Samgöngur starfsfólks
Samgöngustyrkir hafa verið veittir starfsfólki sem ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti frá árinu 2012. Með samgöngustefnu sinni leggur Arion banki sitt af mörkum til að bæta heilsu starfsfólks og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bifreiðum.
Markmið stefnunnar er að auka nýtingu starfsfólks á vistvænum og hagkvæmum ferðamáta en með vistvænum samgöngum er átt við allan ferðamáta til og frá vinnu annan en einkabílinn, s.s. að ganga, hjóla, fá far með öðrum eða ferðast með almenningssamgöngum.