Einstaklingar
Arion appið er nú opið öllum og öll helstu bankaviðskipti eru farsímanum þínum á nokkrum sekúndum.
Sækja appið fyrir iOSSækja appið fyrir Android
Það einfalt og þægilegt að stofna til viðskipta og þú getur gengið frá því hvar sem þér hentar hvort sem um er að ræða einstaklings- eða fyrirtækjaviðskipti.
Í Arion appinu eða netbankanum getur þú svo átt öll helstu bankaviðskipti, hvar og hvenær sem er.
Arion appið er nú opið öllum og öll helstu bankaviðskipti eru farsímanum þínum á nokkrum sekúndum.
Sækja appið fyrir iOS
Hlutafélög og einkahlutafélög geta stofnað til viðskipti með einföldu rafrænu ferli og fengið aðgang að reikningum og netbanka um leið og viðeigandi aðilar hafa undirritað samninga rafrænt.
Með því að nýta þér félagaþjónustu Arion banka getur þú sparað tíma og fyrirhöfn.
Þegar þú sækir Arion appið færðu um leið aðild að Einkaklúbbnum. Klúbbsfélagar fá afslátt, sértilboð og fríðindi hjá yfir 300 verslunum og þjónustuaðilum um allt land.
Til þess að nýta þér tilboðin þarftu að sækja Einkaklúbbsappið.
Hversu langan tíma tekur ferlið?
Ferlið tekur aðeins um fimm mínútur frá upphafi til enda.
Get ég skráð mig?
Til þess að geta klárað ferlið rafrænt þarf rafræn skilríki. Ef þú átt ekki rafræn skilríki þá getur þú komið í heimsókn í næsta útibú og við aðstoðum þig við að virkja rafræn skilríki eða stofna til viðskipta.
Hvenær verða reikningarnir virkir?
Reikningarnir verða virkir strax.
Hver verður heimild kreditkortsins?
Þú getur valið þér heimild innan ákveðinna marka.
Þarf ég að koma í útibú?
Ef þú ert með rafræn skilríki þá þarftu ekki að koma í útibú.
Hvernig geri ég Arion banka að mínum aðal viðskiptabanka?
Til þess að loka reikningum, kortum o.fl. hjá fyrri viðskiptabanka þá þarft þú að setja þig í samband við okkur eða fyrri viðskiptabanka og óska eftir flutningi viðskipta. Unnið er að því að leysa flutninga af þessu tagi rafrænt.
Hvað ef rafrænu skilríkin virka ekki?
Í flestum tilvikum nægir að endurræsa símann. Ef ekki þá getur þú haft samband við okkur og við aðstoðum þig.
Hvar og hvenær fæ ég kortin mín?
Við sendum kortin á lögheimili þitt, það tekur 6-10 virka daga fyrir kort að berast í pósti eða um tvær vikur.
Hverjir geta stofnað til viðskipta fyrir hönd fyrirtækja?
Þeir sem eru í stjórn, framkvæmdastjórn eða prókúruhafar samkvæmt fyrirtækjaskrá. Til þess að stofna til viðskipta fyrir félagið rafrænt þarf rafræn skilríki. Þá geta viðeigandi aðilar undirritað samning með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Hvað ef rafrænu skilríkin virka ekki?
Í flestum tilfellum nægir að endurræsa símann. Ef ekki, hafðu þá endilega samband við okkur og við aðstoðum þig. Þjónustuver sími 444-7000 eða í netspjalli.
Hvenær fæ ég aðgang að netbankanum?
Þegar þeir aðilar sem rita firmað í félaginu hafa undirritað samninginn, sem kemur í tölvupósti, með rafrænum skilríkjum.
Hvenær verða reikningar og önnur þjónusta virk?
Þegar áreiðanleikakönnun félagsins hefur verið samþykkt hjá bankanum og fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir er samningur um þjónustuna sendur til viðeigandi aðila sem rita firma félagsins. Aðgangur að reikningum og netbanka verður virkur um leið og samningur hefur verið undirritaður. Sá aðili sem fær Lykilaðgang að netbanka fyrir félagið getur í kjölfarið virkjað aðra þjónustu, eins og innheimtuþjónustu í netbankanum.
Virkar þetta fyrir allar tegundir fyrirtækja?
Eingöngu er hægt að skrá hlutafélög og einkahlutafélög rafrænt í viðskipti. Fyrir önnur rekstrarform líkt og samlagsfélög, húsfélög, félagasamtök o.fl. þarf að skila inn staðfestingu á stjórn félagsins. Hægt er að bóka tíma í útibúi hér, hafa samband við okkur á fyrirtaeki@arionbanki.is eða í Þjónustuver í síma 444-7000.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".