Stjórnarhættir

Við hjá Arion banka endurskoðum sífellt stjórnarhætti okkar til að bregðast við nýjum atburðum, breytingum á lögum og þróun hér heima og erlendis.

Stjórnarháttayfirlýsing

Stjórnarháttayfirlýsing Arion banka hf. (Arion banki eða bankinn) byggir á lögum og reglum og viðurkenndum leiðbeiningum sem í gildi eru á þeim tíma sem ársreikningur bankans er staðfestur af stjórn.

Yfirlýsingin gerð í samræmi við ákvæði laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja, 6. útgáfu, útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins í febrúar 2021.

 
Hér fyrir neðan má sjá samanburð á leiðbeiningareglum um stjórnarhætti á Íslandi og í Svíþjóð.

Tilnefningarnefnd

Í tilnefningarnefnd sitja eftirtaldir aðilar:

  • Auður Bjarnadóttir
  • Júlíus Þorfinnsson
  • Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir

Starfsreglur tilnefningarnefndar

Netfang nefndarinnar er nominationcommittee@arionbanki.is.

Hluthafafundir

Upplýsingar um hluthafafundi er að finna hér.

Stefnur

Meginsjónarmið varðandi kjör starfsmanna Arion banka er að bjóða á hverjum tíma samkeppnishæf laun til að bankinn geti laðað til sín og haldið í framúrskarandi starfsfólk. Jafnframt er markmið bankans að tryggja að störf hjá bankanum séu eftirsóknarverð í augum hæfra einstaklinga. Við mörkun starfskjarastefnunnar skal haft að leiðarljósi að hún stuðli ekki að óeðlilegri áhættutöku heldur hvetji til þess að langtímasjónarmiða sé gætt og heilbrigður rekstur bankans tryggður. Starfskjarastefnan er liður í að gæta langtímahagsmuna eigenda bankans, starfsfólks, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila með skipulegum og gagnsæjum hætti.

Í samræmi við 79. gr. a. laga nr. 2/1995, um hlutafélög og reglur um góða stjórnarhætti samþykkir stjórn Arion banka starfskjarastefnu bankans, sem varðar laun og aðrar greiðslur til stjórnarmanna, bankastjóra, framkvæmdastjóra, regluvarðar og innri endurskoðanda.

Starfskjarastefnan er endurskoðuð árlega og borin undir aðalfund til samþykktar eða synjunar.

Nánar

Reglur og skilmálar

Reglur og skilmálar sem bankinn starfar eftir.

Nánar
Nánar

Fyrirvarar

Fyrirvarar vegna vefsvæðis, tölvupósta og fjárfestingarannsókna.

Nánar
Nánar

Yfirlýsing

Yfirlýsing bankans varðandi fylgni við FX Global Code.

Nánar