Arion banki, Vörður og Stefnir eru fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Arion banki, Vörður og Stefnir eru fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Arion banki, Vörður og Stefnir eru fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum - mynd
Birna Hlín Káradóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og menningar Arion banka, og Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka - mynd
Birna Hlín Káradóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og menningar Arion banka, og Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, stjórnarmaður Stefnis - mynd
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, stjórnarmaður Stefnis
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar, og Benedikt Olgeirsson, stjórnarformaður Varðar - mynd
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar, og Benedikt Olgeirsson, stjórnarformaður Varðar

Þann 23. ágúst sl. fengu Arion banki, Vörður og Stefnir endurnýjaða viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli að viðstöddum fulltrúum þeirra 18 fyrirtækja sem fengu viðkenninguna að þessu sinni. Það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar.

Birna Hlín Káradóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og menningar, og Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs, tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Arion banka, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, stjórnarmaður, fyrir hönd Stefnis og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri, og Benedikt Olgeirsson, stjórnarformaður, fyrir hönd Varðar.