Áhrifa- og úthlutunarskýrsla Arion banka fyrir árið 2023

Áhrifa- og úthlutunarskýrsla Arion banka fyrir árið 2023

Áhrifa- og úthlutunarskýrsla Arion banka fyrir árið 2023 - mynd

Arion banki hefur gefið út Áhrifa- og úthlutunarskýrslu fyrir græna fjármögnun bankans árið 2023. Í skýrslunni er gerð grein fyrir stöðu úthlutaðra fjármuna sem aflað hefur verið með grænum skuldabréfaútgáfum og innlánum og byggja á grænni fjármálaumgjörð bankans.

Bankinn hefur gefið út fjögur græn skuldabréf síðan umgjörðin kom út árið 2021 og bíður upp á grænt vöruúrval í takt við umgjörðina, m.a. græn fyrirtækjalán, bílalán og húsnæðislán auk grænna innlána. Í skýrslunni er jafnframt að finna útreikninga á jákvæðum umhverfis- og loftslagsáhrifum grænna verkefna.

Deloitte hefur veitt staðfestingu með takmarkaðri vissu á úthlutun fjármuna til grænna verkefna sem aflað hefur verið með grænum skuldabréfaútgáfum og grænum innlánum.

Impact and Allocation report 2023 Arion Bank