Alþjóðlegur baráttudagur kvenna + Frábær þátttaka í Konur fjárfestum

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna + Frábær þátttaka í Konur fjárfestum

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna + Frábær þátttaka í Konur fjárfestum - mynd

Í dag, 8. mars, er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna úti um heim allan. Þetta er tækifæri til að líta um öxl og fagna þeim skrefum sem tekin hafa verið til að jafna hlut kynjanna en jafnframt áskorun um að horfa fram á veginn og spyrja sig hvað enn megi betur fara.

Af þessu tilefni er ánægjulegt að geta þess að hátt í tvö þúsund konur hafa á síðustu vikum sótt þá viðburði sem farið hafa fram undir formerkjum Konur fjárfestum átaksins okkar í Arion. Færri konur hafa komist að en vilja – en við reynum að bæta úr því enda fjölmargt á döfinni.

Með Konur fjárfestum átakinu viljum við í Arion leggja okkar af mörkum til að jafna þátttöku kynjanna á fjármálamarkaði. Enn þann dag í dag ríkir ekki jafnræði milli kynja þegar kemur að sparnaði, lífeyriseign eða þátttöku á fjármálamarkaði. Breytum því!