Frábærar viðtökur við átaksverkefninu „Konur fjárfestum – Vertu með!“

Frábærar viðtökur við átaksverkefninu „Konur fjárfestum – Vertu með!“

Frábærar viðtökur við átaksverkefninu „Konur fjárfestum – Vertu með!“ - mynd

Nýrri fræðsluröð á vegum Arion banka var ýtt úr vör miðvikudagskvöldið 17. janúar síðastliðinn með pompi og prakt, þegar rúmlega tvö hundruð konur fylltu Hús Máls og menningar á Laugavegi. Tilefnið var átaksverkefnið „Konur fjárfestum!“ og augljóst að áhugann vantar ekki því að fullt var út úr dyrum. Snædís Ögn Flosadóttir fór yfir grunninn að fjármálum og fjárfestingum og Vigdís Hafliðadóttir, söngkona Flott og uppistandari, talaði á persónulegum nótum um mikilvægi fjárhagslegs sjálfstæðis og þekkingar á fjármálum og fjárfestingum.

„Við erum í skýjunum með viðbrögðin, fjölda kvenna á öllum aldri sem mætti á viðburðinn og spurningar og umræður sem fóru þar fram,“ segir Snædís Ögn. „Afar ánægjulegt að sjá þennan mikla áhuga kvenna á fjárfestingum og þann meðbyr sem verkefnið er að fá.“

Sami fyrirlestur verður fluttur á Betri stofunni í Hafnarfirði þann 24. janúar næstkomandi (fullbókað – lokað fyrir skráningu) og aftur 28. febrúar (enn hægt að skrá sig). Við verðum einnig með viðburði á Sviðinu á Selfossi 25. janúar, á Bláu könnunni á Akureyri þann 31. janúar og 7. febrúar á Blik í Mosfellsbæ.

Skráning fer fram hér.

Ýmsir fleiri fræðsluviðburðir um sparnað, fjárfestingar, lífeyrissmál, stofnun fyrirtækja og skattamál eru á döfinni og verða haldnir á þessu ári. Við hvetjum konur til að fylgjast vel með.

Um átaksverkefnið „Konur fjárfestum!“

Í dag ríkir ekki jafnræði milli kynja þegar kemur að sparnaði, lífeyriseign eða þátttöku á fjármálamarkaði. Þessu vill Arion banki breyta – og því höfum við hleypt af stokkunum sérstöku átaksverkefni með það að markmiði að efla konur þegar kemur að fjárfestingum.

Vertu með!