Græn fjármálaumgjörð Arion banka
Sparnaður og lánveitingar
sem hafa jákvæð áhrif
Við getum öll haft áhrif í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Áhrif banka felast helst í lánveitingum og fjárfestingum fyrir hönd viðskiptavina sinna. Með því að stýra fjármagni til verkefna sem styðja við sjálfbærni og græna innviðauppbyggingu styðjum við saman við sjálfbæra þróun í heiminum.
Við höfum sett okkur metnaðarfulla umhverfis- og loftslagsstefnu og gefið út heildstæða græna fjármálaumgjörð sem gerir með gegnsæjum hætti grein fyrir því hvaða skilyrði lánveitingar okkar þurfa að uppfylla til að teljast umhverfisvænar. Við viljum gjarnan sjá fleiri græn verkefni sem við getum miðlað fjármagni til í samræmi við okkar stefnu.
Hákon Hrafn Gröndal, framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestinarbankasviðs Arion banka
Við nýtum grænu fjármálaumgjörðina til að afla fjármagns með útgáfu grænna skuldabréfa og grænum innlánum. Fjármunirnir eru nýttir í grænar lánveitingar sem meðal annars geta snúið að orkuskiptum í samgöngum, fasteignum, sjálfbærum sjávarútvegi, mengunarvörnum og endurnýjanlegri orku.
Til að verkefni geti fengið græna lánveitingu þarf það að mæta þeim kröfum sem gerðar eru í grænu fjármálaumgjörðinni. Þau fyrirtæki sem uppfylla skilyrði grænna lánveitinga eru skoðuð sérstaklega og bera að jafnaði lægri fjármögnunarkostnað. Til þeirra eru gerðar ríkari kröfur um frammistöðu hvað varðar ófjárhagslega þætti starfseminnar ásamt ríkari upplýsingaskyldu um ófjárhagslega mælikvarða.
Græn fjármálaumgjörð Arion banka fékk álit norska matsfyrirtækisins Cicero sem gaf umgjörðinni einkunnina ,,Medium Green“ og veitti Deutsche Bank ráðgjöf um mótun umgjarðarinnar. Umgjörðin byggir á viðmiðum Alþjóðasamtaka aðila á verðbréfamarkaði, ICMA, og horft er til flokkunarkerfis Evrópusambandsins, EU Taxonomy, og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.