Sjálfbær framtíð
Við viljum öll leggja okkar af mörkum fyrir framtíðina og allt skiptir máli.
Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein stærsta áskorun sem við stöndum frammi fyrir og það hvernig við stýrum fjármagni getur haft afgerandi áhrif á framgang mála.
Græn bílalán
Viðskiptavinir fá 50% afslátt af lántökugjaldi við fjármögnun bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni.
Jafnframt bjóðum við hagstæðari vexti fyrir þá sem kaupa sér bíl sem gengur fyrir 100% endurnýjanlegri orku og tengiltvinnbíla með mengunarstuðli undir 50g CO2/km.
Umhverfisvottað húsnæði
Við bjóðum viðskiptavinum 100% afslátt af lántökugjaldi á íbúðalánum við kaup á umhverfisvottuðu íbúðarhúsnæði. Liggja þarf fyrir staðfesting um að eignin hafi verið vottuð af einum eftirtalinna aðila:
- Svansvottun
- BREEAM - Very Good
- LEED Gold
Græn fyrirtækjalán
Arion banki býður upp á grænar lánveitingar til fyrirtækja í samræmi við græna fjármálaumgjörð bankans. Þau fyrirtæki sem uppfylla skilyrði grænna lánveitinga eru skoðuð sérstaklega og bera að jafnaði lægri fjármögnunarkostnað. Til þeirra eru gerðar ríkari kröfur um frammistöðu hvað varðar ófjárhagslega þætti starfseminnar ásamt ríkari upplýsingaskyldu um ófjárhagslega mælikvarða.