Græn innlán
Einföld leið til að stuðla
að aukinni sjálfbærni
Eitt meginhlutverk banka er að miðla fjármagni frá þeim sem eiga sparnað til þeirra sem þurfa lán og gegna innlán þar mikilvægu hlutverki.
Grænn vöxtur er fyrsti íslenski sparnaðarreikningurinn sem er hugsaður fyrir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni framtíðar.
Við ráðstöfum innlánum sem safnast inn á Grænan vöxt einvörðungu til verkefna sem ætlað er að hafi jákvæð umhverfisáhrif. Grænn vöxtur fellur undir græna fjármálaumgjörð Arion banka.
Með því leggja sparnað inn á Grænan vöxt hafa viðskiptavinir áhrif á lánveitingar bankans og styðja við bakið á verkefnum sem miða að aukinni sjálfbærni.
Hlédís Sigurðardóttir, sjálfbærnistjóri hjá Arion banka
Reikningurinn er óverðtryggður, óbundinn og því laus til úttektar hvenær sem er.