Hagnaður
26,1
milljarðar króna
Árs- og sjálfbærniskýrsla Arion banka inniheldur yfirlit yfir árangur Arion samstæðunnar á árinu 2024, helstu þætti starfseminnar, fjárhagsniðurstöður og ítarlega umfjöllun um sjálfbærnimál. Til viðbótar hefur Arion gefið út áhættuskýrslu fyrir árið og Ársreikning.
Hlutverk Arion er að liðsinna þeim sem vilja ná árangri á Íslandi og víðar á norðurslóðum með snjöllum og traustum fjármálalausnum sem efla fjárhagslegt heilbrigði og stuðla að sjálfbærri verðmætasköpun.
Með sanni má segja að Arion samstæðan hafi verið drifkraftur í íslensku samfélagi á árinu 2024. Árið gekk vel í rekstri bæði bankans og dótturfélaga þrátt fyrir ýmsa sviptivinda jafnt innan lands sem utan. Jarðhræringar á Reykjanesskaga og mikil verðbólga mótuðu efnahagslífið á Íslandi auk þess sem umrót varð í stjórnmálum á heimsvísu en sextíu þjóðríki kusu sér nýja leiðtoga, þar á meðal Ísland. Þá héldu milliríkjadeilur og örar tækniframfarir, einkum á sviði gervigreindar, áfram að skapa vissa óvissu um framtíðina, meðal annars á sviði fjármálaþjónustu.
Í Árs- og sjálfbærniskýrslu Arion banka 2024 er rætt við Benedikt Gíslason bankastjóra og Paul Richard Horner stjórnarformann sem líta yfir farinn veg og skyggnast inn í næstu verkefni samstæðunnar. Báðum er það hjartans mál að taka virkan þátt í að viðhalda virkri og djúpri umræðu um fjármálakerfið á Íslandi enda snertir það líf allra landsmanna.
Arion samstæðan starfar samkvæmt skýrum fjárhagsmarkmiðum sem birt eru opinberlega. Rekstur Arion gekk almennt vel á árinu 2024 og náði bankinn markmiði sínu um arðsemi eiginfjár umfram 13%. Að auki starfar bankinn, svið hans, dótturfélög og starfsfólk samstæðunnar eftir fjölþættum markmiðum. Fjölmörg þeirra eru mikilvægur liður í kaupaukakerfum félaganna og er þróun þeirra sýnileg starfsfólki allt árið.
milljarðar króna
milljarðar króna
milljarðar króna
af heildarlánveitingum bankans
milljarðar króna
óútskýrður launamunur kynjanna
milljarðar króna
milljarðar króna
Árs- og sjálfbærniskýrsla Arion banka fyrir árið 2024 inniheldur m.a. umfjöllun um mannauðsmál, umhverfis- og loftslagsmál, fjármagnaðan útblástur, sjálfbær fjármál og sjálfbærniuppgjör í samræmi við GRI Standards og UFS leiðbeiningar Nasdaq. Bankinn hefur hafið innleiðingu á ESRS-staðlinum, European Sustainability Reporting Standard, og nær aukin skýrslugjöf í samræmi við staðalinn til allrar samstæðunnar.
Sjálfbærnilöggjöf í tengslum við flokkunarkerfi Evrópusambandsins (EU Taxonomy) tók gildi hér á landi árið 2023. Upplýsingar í samræmi við flokkunarreglugerðina eru birtar í viðauka við ársreikning samstæðunnar.
Áhættuskýrsla bankans fjallar um helstu áhættuþætti Arion banka á ítarlegan hátt og er þar að finna greinargóðar upplýsingar um áhættu- og eiginfjárstýringu bankans. Auk þess er að finna upplýsingar um stjórnskipulag bankans með tilliti til áhættu sem og starfskjarastefnu. Skýrslan er gefin út ásamt upplýsingasniðmátum Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) og ætti að lesast samhliða þeim.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".