Breytingar á innlánsvöxtum
Breytingar á innlánsvöxtum til neytenda, sem eingöngu byggjast á breytingu á viðmiðunarvöxtum, taka gildi þegar í stað og án aðvörunar óháð því hvort um er að ræða hækkun eða lækkun innlánsvaxta.
Viðmiðunarvextir eru nánar tiltekið það vaxtastig sem notað er til grundvallar útreikningi á vöxtum og aðgengilegt er opinberlega og bæði reikningseigandi og bankinn geta sannreynt.
Þeir viðmiðunarvextir sem geta átt við eru mismunandi eftir því í hvaða gjaldmiðli viðkomandi reikningur er, samanber eftirfarandi yfirlit:
Gjaldmiðill reiknings | Viðmiðunarvextir | Upplýsingar |
---|---|---|
ISK (íslenskar krónur) | Stýrivextir Seðlabanka Íslands | www.sedlabanki.is |
EUR (evrur) | Euro short-term rate (ESTR) | www.ecb.europa.eu |
USD (Bandaríkjadollar) | Secured Overnight Financing Rate (SOFR) | www.newyorkfed.org |
GBP (Pund) | Sterling Overnight Index Average (SONIA) | www.bankofengland.co.uk |
NOK (norskar krónur) | Norwegian Interbank Offered Rate (NIBOR 1w) | www.nore-benchmarks.com |
JPY (japönsk jen) | Tokyo Overnight Average Rate (TONAR) | www.global-rates.com |
CHF (svissneskir frankar) | Swiss Average Rate Overnight (SARON) | www.snb.ch |
CAD (Kanadadollar) | Canadian Overnight Repo Rate Average (CORRA) | www.bankofcanada.ca |
DKK (danskar krónur) | Copenhagen Interbank Offered Rate (CIBOR 1w) | www.dfbf.dk |
SEK (sænskar krónur) | Stockholm Interbank Offered Rate (STIBOR 1d) | www.riksbank.se |