Breytingar á innlánsvöxtum

Breytingar á innlánsvöxtum til neytenda, sem eingöngu byggjast á breytingu á viðmiðunarvöxtum, taka gildi þegar í stað og án aðvörunar óháð því hvort um er að ræða hækkun eða lækkun innlánsvaxta.

Viðmiðunarvextir eru nánar tiltekið það vaxtastig sem notað er til grundvallar útreikningi á vöxtum og aðgengilegt er opinberlega og bæði reikningseigandi og bankinn geta sannreynt.

Þeir viðmiðunarvextir sem geta átt við eru mismunandi eftir því í hvaða gjaldmiðli viðkomandi reikningur er, samanber eftirfarandi yfirlit:

Gjaldmiðill reiknings  Viðmiðunarvextir  Upplýsingar
 ISK (íslenskar krónur)  Stýrivextir Seðlabanka Íslands  www.sedlabanki.is
 EUR (evrur)  Euro short-term rate (ESTR)  www.ecb.europa.eu
 USD (Bandaríkjadollar)  Secured Overnight Financing Rate (SOFR)  www.newyorkfed.org
 GBP (Pund)  Sterling Overnight Index Average (SONIA)  www.bankofengland.co.uk
 NOK (norskar krónur)  Norwegian Interbank Offered Rate (NIBOR 1w)  www.nore-benchmarks.com
 JPY (japönsk jen)  Tokyo Overnight Average Rate (TONAR)  www.global-rates.com
 CHF (svissneskir frankar)  Swiss Average Rate Overnight (SARON)  www.snb.ch
 CAD (Kanadadollar)  Canadian Overnight Repo Rate Average (CORRA)  www.bankofcanada.ca
 DKK (danskar krónur)  Copenhagen Interbank Offered Rate (CIBOR 1w)  www.dfbf.dk
 SEK (sænskar krónur)  Stockholm Interbank Offered Rate  (STIBOR 1d)  www.riksbank.se