Röskun á þjónustu helgina 16. - 18. apríl
Við hvetjum viðskiptavini til að ljúka öllum mikilvægum bankaerindum fyrir föstudaginn 16. apríl.
Helgina 16. - 18. apríl mun Arion banki innleiða nýtt greiðslu- og innlánakerfi í samstarfi við Reiknistofu bankanna. Nýja kerfið, sem er frá alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækinu Sopra, leysir af hólmi eldri kerfi og mun auka hagræði og skapa ný tækifæri til vöruþróunar.
Lagt er upp með að viðskiptavinir verði sem minnst varir við innleiðinguna en ekki verður hjá því komist að þjónustan raskist eitthvað. Fyrir liggur að þjónusta í Arion appinu, netbankanum og sjálfsafgreiðsluvélum bankans verður að einhverju leyti skert þessa helgi. Með því að velja flipa hér fyrir ofan má sjá hvaða áhrif innleiðingin getur haft fyrir einstaklinga annars vegar og fyrirtæki hins vegar.
Helstu raskanir
á þjónustu yfir helgina
Fyrir liggur að helstu raskanir á þjónustu bankans verða um hádegisbil sunnudaginn 18. apríl.
Við biðjum viðskiptavini vinsamlegast um að vera undirbúna og gera viðeigandi ráðstafanir svo röskunin valdi ekki óþægindum.
Kerfi munu ekki virka
í um 2-4 klst. sunnudaginn 18. apríl
- Arion appið og netbankinn munu ekki virka.
- Lokað verður fyrir þjónustusímann og beintengingu við bókhald fyrirtækja (B2B þjónustu).
- Tímabundnar truflanir geta orðið á notkun debetkorta en ekki verður truflun á notkun kreditkorta, innkaupakorta eða gjafakorta.
- Truflanir geta verið á virkni hraðbanka.
Við bendum á að kortaveski í símum munu virka svo hægt verður að greiða með þeim á meðan á lokuninni stendur.
Við aðstoðum þig
Viðskiptavinir ættu að finna allar upplýsingar um röskun á þjónustu hér á síðunni en ef þú hefur spurningar sendu okkur endilega póst á arionbanki@arionbanki.is eða heyrðu í okkur á netspjallinu með því að smella á bláu talbóluna hér neðst hægra megin á skjánum.
Þjónustuverið okkar 444 7000 er opið alla virka daga kl. 9:00-16:00.