Réttarúrræði viðskiptavina

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki fjallar um ágreining viðskiptamanna við lánastofnanir (t.d. viðskiptabanka eða sparisjóð og lífeyrissjóði), verðbréfafyrirtæki, eða dótturfyrirtæki þessara fjármálafyrirtækja. Einnig fjallar nefndin um ágreining um yfirfærslur á milli viðskiptareikninga milli landa.

Guðrúnartún 1
105 Reykjavík
Sími: 578-6500
Tölvupóstur: fjarmal@nefndir.is

Fylla þarf út sérstakt málskotseyðublað og senda í tölvupósti á fjarmal@nefndir.is til að óska eftir úrskurði nefndarinnar. Nánari upplýsingar um nefndina, málskotsgjald, hverjir geta leitað til nefndarinnar o.fl. er að finna á vefnum nefndir.is.

Tryggingarsjóður vegna fjármálafyrirtækja

Arion banki hf. er aðili að Tryggingarsjóði vegna fjármálafyrirtækja, sbr. 20220409 Aðilar að TIF. Sjóðurinn starfar skv. lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Markmið laganna er að veita innstæðueigendum í viðskiptabönkum og sparisjóðum og viðskiptavinum fyrirtækja, sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf, lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis í samræmi við ákvæði laganna.

Sjá nánar viðeigandi lög/reglur og frekari upplýsingar um sjóðinn, útgreiðslur o.fl. á tryggingarsjodur.is.

Upplýsinga- og leiðbeiningaþjónusta Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið leiðbeinir viðskiptavinum fjármálafyrirtækja í samræmi við leiðbeiningaskyldu stjórnvalda. Sjá má frekari upplýsingar á vef Fjármálaeftirlitsins.

Neytendastofa

Neytendastofa er stjórnvald á sviði neytendamála sem annast framkvæmd á ýmsum lögum á sviði neytendaverndar. Á vef Neytendastofu er m.a. unnt að nálgast upplýsingar um það í hvaða tilvikum og með hvaða hætti neytendur geta leitað til stofnunarinnar, telji þeir að brotið hafi verið á réttindum þeirra.

Kvörtun til Persónuverndar

Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og úrskurðar í ágreiningsmálum á sviði persónuverndar.

Hægt er að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd með því að senda erindið á Persónuvernd, Rauðarárstígur 10, 105 Reykjavík eða á postur@personuvernd.is. Finna má nánari upplýsingar á vef Persónuverndar.

Hafa samband við bankann

Viðskiptavinir Arion banka geta beint kvörtunum sem þeir kunna að hafa til framlínustarfsmanna Arion banka eða komið henni á framfæri í gegnum þjónustuver bankans í síma 444 7000. Einnig geta þeir komið kvörtunum og öðrum ábendingum á framfæri með rafrænum hætti í gegnum vefsíðu bankans eða með því að senda tölvupóst á netfangið arionbanki@arionbanki.is. Kvartanir eru afgreiddar í samræmi við verklag bankans um meðhöndlun kvartana.

Hafa samband