Falsaður póstur sendur
Svikahrappur leggur mikla vinnu í undirbúning. Finnur t.d. út hvenær yfirmaður fari í frí og sendirí kjölfarið starfsmanni póst, í nafni yfirmanns, og biður hann að framkvæma millifærslu sem fyrst.
Tilraunum til fjársvika hefur fjölgað undanfarið, sem kallar á aukna áherslu á netöryggi.
Þú tilkynnir netsvik með því að senda okkur póst á netsvik@arionbanki.is.
Svikahrappur leggur mikla vinnu í undirbúning. Finnur t.d. út hvenær yfirmaður fari í frí og sendirí kjölfarið starfsmanni póst, í nafni yfirmanns, og biður hann að framkvæma millifærslu sem fyrst.
Þrjóturinn ítrekar beiðnina, en tekur fram að ekki náist í hann til staðfestingar því hann sé í fríi.
Starfsmaður lætur undan pressunni og millifærir á reikning í eigu svikahrappsins.
Það er mikilvægt að gera viðeigandi ráðstafanir til að minnka líkur á svikum. Hér fyrir neðan eru nokkur ráð til að verjast fyrirmælafölsunum:
Ef grunur leikur á að fyrirtæki hafi orðið fyrir netárás, eða einhvers konar svikum, skal hafa samband við viðskiptabanka þess. Í kjölfarið virkjar bankinn viðeigandi ferli með yfirvöldum og öðrum bönkum, leitast við að stöðva svikin og endurheimta féð.
Tilkynna netsvik
Þú tilkynnir netsvik með því að senda okkur póst á netsvik@arionbanki.is. Einnig er mikilvægt að hafa samband við lögregluna með því að senda póst á netfangið abendingar@lrh.is.
Hægt er að kynna sér netsvik nánar á eftirtöldum vefsíðum:
Viðtakandi fær falskan póst eða smáskilaboð sem virðist vera frá heiðvirðu fyrirtæki og er hvattur til að smella á hlekk. Móttakandi smellir á hlekkinn og lendir á falskri síðu sem virðist traustverðug.
Á fölsku vefsíðunni er beðið um viðkvæmar upplýsingar s.s. notendanafn, lykilorð, leyninúmer, kortaupplýsingar eða CVC-númer.
Svikahrapparnir nota upplýsingar til að stela fé eða til annars konar svika.
Það er mikilvægt að þú þekkir einkenni vefveiða svo þú getir forðast þau. Hér fyrir neðan eru sex ráð sem gott er að hafa í huga:
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".