Er svikari í símanum?

Svikahrappar leita ýmissa leiða til að hafa fé af fólki, meðal annars að slá á þráðinn í von um dýrmætar persónuupplýsingar, svo sem notendanöfn, lykilorð og annað slíkt.

Farðu varlega í spjallið

Mundu að gefa aldrei upp persónuupplýsingar, eins og notandanafn, lykilorð eða merki reikninga í gegnum síma. Ef þú færð grunsamlegt símtal frá aðila sem segist vinna hjá bankanum getur þú til dæmis:

  • Skrifað niður eða vistað númerið sem hringt er úr, ef það sést
  • Beðið viðkomandi að gera grein fyrir sér, t.d. spyrja í hvaða deild aðilinn vinnur
  • Spurt hvernig viðkomandi hafi fengið númerið þitt og upplýsingar um reikningana þína
  • Beðið aðilann að hringja aftur ef hljóðgæði eru lítil
  • Ekki hika við að skella á ef símtalið leggst illa í þig

Vinsamlegast tilkynntu bankanum um slíkar upphringingar, t.d. með því að hringja í þjónustuver í síma 444 7000 eða með því að senda tölvupósti á netsvik@arionbanki.is.