Notaðu flókið lykilorð
Notaðu flókið lykilorð með hástöfum, lágstöfum, tölum og táknum.
Dæmi: beztALykilOrd4$
Það er auðvelt og þægilegt að stunda bankaviðskipti með snjalltækjum, en það er mikilvægt að kunna að umgangast þau rétt.
Þú tilkynnir netsvik með því að senda okkur póst á netsvik@arionbanki.is.
Hér eru nokkrar þumalputtareglur sem gott er að hafa í huga:
Notaðu flókið lykilorð með hástöfum, lágstöfum, tölum og táknum.
Dæmi: beztALykilOrd4$
Ekki skrá lykilorðið inn á aðrar vefsíður en netbankann og forðastu að opna netbankann í almenningstölvum.
Gefðu aldrei upp lykilorð í síma eða tölvupósti og ekki deila upplýsingum, svo sem reikningsnúmeri, merki reiknings, PIN-númeri eða öryggiskóða með öðrum.
Ef óvenjulegir gluggar spretta upp (e. pop-up), eða tölvan er óvenju hægvirk, mælum við með að þú látir fagaðila skoða hvort hún sé með vírus.
Svikapóstar eru gjarnan sannfærandi og oft erfitt að bera kennsl á þá, þá er gott að hafa í huga að:
Við biðjum þig aldrei að staðfesta persónulegar eða öryggistengdar upplýsingar með tölvupósti.
Við biðjum þig aldrei að gefa upp upplýsingar, t.d. vegabréfsnúmer, kreditkortanúmer, CVV/CVC-kóða eða gildistíma í gegnum tölvupóst.
Fékkstu tölvupóst/SMS um innskráningu í Arion appið í þínu nafni sem þú kannast ekki við? Þá skaltu bregðast við með því að uppfæra öryggisstillingar í appinu og fjarlægja tæki sem eru ekki á þínum vegum, eða aðrir hafa aðgang að:
iPhone: Meira > Stillingar > Öryggi > Skoða tengd tæki
Android: Meira > Stillingar (tannhjól uppi í hægra horni) > Öryggi > Tengd tæki
Ef þú ætlar að nota snjalltæki til að stunda bankaviðskipti er nauðsynlegt að öryggisstillingar og hugbúnaður sé í lagi.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".