Snjallræði um snjalltæki

Það er auðvelt og þægilegt að stunda bankaviðskipti með snjalltækjum, en það er mikilvægt að kunna að umgangast þau rétt.

Þú tilkynnir netsvik með því að senda okkur póst á netsvik@arionbanki.is.

Verum varkár

Hér eru nokkrar þumalputtareglur sem gott er að hafa í huga:

  • Ekki vista notandanafn, lykilorð eða merki reiknings í tækinu
  • Forðastu að deila tækjum með öðrum
  • Notaðu eigin tæki þegar þú skráir þig inn í netbanka eða appið
  • Ekki leggja tækið frá þér þegar þú hefur skráð þig inn í netbankann eða appið
  • Gættu þess að skrá þig út úr netbankanum, eða loka appinu, að notkun lokinni
  • Ekki eiga bankaviðskipti yfir þráðlaus net á almenningssvæðum, t.d. á hótelum og kaffihúsum
  • Notaðu eingöngu þráðlaus net sem eru varin með WPA (Wi-Fi Protected Access)

Farðu varlega með lykilorðið þitt

 

Notaðu flókið lykilorð

Notaðu flókið lykilorð með hástöfum, lágstöfum, tölum og táknum.


Dæmi: beztALykilOrd4$

Ekki nota lykilorðið annarsstaðar

Ekki skrá lykilorðið inn á aðrar vefsíður en netbankann og forðastu að opna netbankann í almenningstölvum.

Meðferð upplýsinga

Gefðu aldrei upp lykilorð í síma eða tölvupósti og ekki deila upplýsingum, svo sem reikningsnúmeri, merki reiknings, PIN-númeri eða öryggiskóða með öðrum.

Vertu vakandi fyrir vírusum

Ef óvenjulegir gluggar spretta upp (e. pop-up), eða tölvan er óvenju hægvirk, mælum við með að þú látir fagaðila skoða hvort hún sé með vírus.

Er pósturinn örugglega frá Arion?

Svikapóstar eru gjarnan sannfærandi og oft erfitt að bera kennsl á þá, þá er gott að hafa í huga að:

Við biðjum þig aldrei að staðfesta persónulegar eða öryggistengdar upplýsingar með tölvupósti.

Við biðjum þig aldrei að gefa upp upplýsingar, t.d. vegabréfsnúmer, kreditkortanúmer, CVV/CVC-kóða eða gildistíma í gegnum tölvupóst.

 

Óþekkt innskráning í Arion appið?

Fékkstu tölvupóst/SMS um innskráningu í Arion appið í þínu nafni sem þú kannast ekki við? Þá skaltu bregðast við með því að uppfæra öryggisstillingar í appinu og fjarlægja tæki sem eru ekki á þínum vegum, eða aðrir hafa aðgang að:

iPhone: Meira > Stillingar > Öryggi > Skoða tengd tæki

Android: Meira > Stillingar (tannhjól uppi í hægra horni) > Öryggi > Tengd tæki

Eru öryggisstillingarnar á hreinu?

Nokkur góð ráð

Ef þú ætlar að nota snjalltæki til að stunda bankaviðskipti er nauðsynlegt að öryggisstillingar og hugbúnaður sé í lagi.

  • Ekki gera breytingar á tækinu sem gætu veikt varnir þess, t.d. setja upp ósamþykktar breytingar á stýrikerfi
  • Ef þú selur, eða losar þig við tækið, skaltu hreinsa öll gögn út af því skv. leiðbeiningum framleiðanda
  • Notaðu vafrann sem fylgir tækinu, eða vafra frá viðurkenndum framleiðanda sem sóttur er úr verslun hans, t.d. Apple- eða Play Store
  • Ekki setja upp forrit í tækinu nema það komi úr verslun viðurkennds framleiðanda
  • Kynntu þér aðgangsheimildir forrits áður en þú setur það upp
  • Uppfærðu hugbúnaðinn reglulega, stýrikerfi, öpp og sérstaklega öryggisstillingar