Við elskum stemninguna á HM

Heimsmeistarakeppni karla í handknattleik árið 2025 fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi dagana 14. janúar - 2. febrúar – og við erum að rifna úr spenningi!

Við elskum stemninguna á HM, þegar fjölskyldur, vinir og vinnufélagar hnappast saman fyrir framan sjónvarpsskjáinn til að styðja við bakið á strákunum okkar í æsispennandi rimmum gegn fremstu leikmönnum íþróttarinnar. Handbolti er íþrótt sem þjappar saman allri íslensku þjóðinni og brúar um leið bilið á milli kynslóðanna – yngsta barnið og langamma eru bæði staðin upp úr sófanum og fallast í faðma þegar úrslitamarkið er skorað!

Að vanda leggjum við lóð á vogarskálarnar og styðjum rækilega við bakið á strákunum okkar á HM. Arion banki hefur verið einn dyggasti bakhjarl HSÍ allt frá árinu 2004 og við hlökkum til að halda því gefandi samstarfi áfram.

Leikir framundan

Allir leikir íslenska liðsins verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV. Hér fyrir neðan má sjá dagsetningar og tíma leikjanna.

 16. janúar 2025  kl. 19:30  Ísland - Grænhöfðaeyjar
 18. janúar 2054  kl. 19:30  Ísland - Kúba
 20. janúar 2025  kl. 19:30  Ísland - Slóvenía

Heimsmeistarakeppni karla í handknattleik er handan við hornið í Króatíu og leikur Ísland fyrsta leik sinn í mótinu gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb á morgun.

Áfram Ísland!

Tengdar greinar