Eignir til sölu

Eignarhlutir Arion banka í félögum í óskyldum rekstri

Upplýsingar um neðangreindar eignir má nálgast hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion banka nema að annað sé tekið fram.

Ámundakinn ehf.

Arion banki hefur til sölu 5,61% eignarhlut í Ámundakinn. Félagið stundar útleigu fasteigna og er þátttakandi í rekstri fyrirtækja á starfssvæði sínu. Félagið á fjölda eigna, m.a. á Blönduósi, Hvammstanga og í Sveitarfélaginu Skagafirði.

Orf líftækni hf.

Arion banki hefur til sölu 3,69% eignarhlut í Orf líftækni. Félagið stundar rannsóknir og þróunarstörf á sviði líftækni, sérstaklega plöntulíftækni. Tilgangur félagsins er jafnframt framleiðsla lífefna með líftækniaðferðum, hreinsun þeirra og þróun og sala afurða úr þeim, sem og sala á þekkingu á þessu sviði.

Bioeffect ehf.

Arion banki hefur til sölu 3,69% eignarhlut í Bioeffect. Félagið nýtir aðferðir byltingarkenndrar líftækni til að endurheimta, viðhalda og auka heilbrigði húðarinnar.

Nox holding ehf.

Arion banki hefur til sölu 0,8% eignarhlut í Nox holding. Félagið er eignarhaldsfélag utan um eignarhlut í Nox Health Group Inc. sem veitir yfirgripsmikil úrræði fyrir svefnheilsu, tæknibúnað og þjónustu í gegnum dótturfélög sín: Nox Medical, SleepCharge og Fusion Sleep.

Carbon Recycling International

Arion banki hefur til sölu 4,37% eignarhlut í CRI. Tæknilausn CRI er leiðandi á heimsvísu en hún gerir viðskiptavinum kleift að framleiða metanól á umhverfisvænan hátt úr koltvísýringi og vetni sem síðan er hægt að nýta sem grænan orkugjafa eða í efnavörur.

Stakksbraut 9

Landey, dótturfélag Arion banka, hefur til sölu Stakksbraut 9 við höfnina í Helguvík í Reykjanesbæ. Um er að ræða 10,9 ha lóð og um 16.000 m2 verksmiðjuhúsnæði fyrrverandi kísilverksmiðju United Silicon.

 

Fyrirvari er gerður um tilgreiningu á eignarhluta bankans eins og hann birtist á síðu þessari hverju sinni.