Flagganir

Tilkynningarskylda vegna stórra eignarhluta

Í samræmi við gagnsæistilskipun Evrópusambandsins og íslensk lög, skulu einstaklingar og lögaðilar tilkynna Fjármálaeftirlitinu og Arion banka um eignarhlut sinn þegar atkvæðisréttur nær, hækkar yfir eða lækkar niður fyrir ákveðin mörk, í kjölfar þess að hlutabréfa í bankanum er aflað eða ráðstafað með öðrum hætti.

Á hverjum hvílir skylda um að tilkynna um breytingu á atkvæðisrétti?

Skyldan um að tilkynna um breytingu á verulegum hlut atkvæðisréttar hvílir á hluthöfum bankans, aðilum sem jafna má til hluthafa og bankanum sjálfum.

Tilgangur þessarar skyldu er að veita fjárfestum jafnan aðgang að upplýsingum um eignarhald á Arion banka, atkvæðisrétti og breytingum þar á. Þessar upplýsingar geta haft mikið gildi við mat á verðmæti hlutabréfa bankans.

Hvenær þarf að tilkynna?

Tilkynning er gerð í hvert sinn sem atkvæðisréttur aðila nær, hækkar yfir eða lækkar niður fyrir tiltekið mark. Mörkin eru 5%, 10%, 15%, 20%, 25%, 30%, 35%, 40%, 50%, ⅔ og 90% atkvæðisréttar í bankanum.

Hvenær og hvernig skal tilkynna um breytingu á atkvæðisrétti?

Tilkynning skal send til eins fljótt og auðið er og eigi síðar en næsta viðskiptadag eftir að tilkynningarskyldan stofnaðist.

Vegna viðskipta sem framkvæmd eru á markaði verður tilkynningarskyldan virk á þeim degi þegar viðskiptin eiga sér stað, sbr. 1. mgr. 9. gr. gagnsæistilskipunar og 78. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Viðskipti sem eru framkvæmd eru á markaði eru viðskipti sem eru framkvæmd á skipulegum verðbréfamarkaði.

Ef breyting verður á hlutafé eða atkvæðisrétti, þ.e. þegar útgefandi hækkar eða lækkar hlutafé sitt eða fjölgar eða fækkar atkvæðum, verður tilkynningarskyldan virk á þeim degi þegar breytingin er birt opinberlega, sbr. 2. mgr. 9. gr. gagnsæistilskipunarinnar og 84. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.

Vinsamlega skilið tilkynningum á viðeigandi eyðublaði til bankans (ir@arionbanki.is og regluvordur@arionbanki.is) og Fjármálaeftirlitsins (fme@fme.is).

Tekið skal fram að jöfnun innan dags er heimil. Með þessu er átt við að hluthafi sem fer yfir flöggunarmörk á tilteknum degi og fellur síðan undir þau á sama degi, jafnar út eign sína við útreikning á eignarhlut sínum eða atkvæðisrétti.

Frekari upplýsingar

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu má senda fyrirspurn á netfangið fme@fme.is.