Fjárhagsleg markmið og framtíðarsýn
Arion banki starfar samkvæmt skýrum fjárhagsmarkmiðum sem bankinn birtir opinberlega. Fjárhagsmarkmið bankans voru uppfærð á fyrsta ársfjórðungi 2024 og gilda til næstu þriggja ára.
Kynningin á Markaðsdegi Arion 2024 innihélt m.a. umfjöllun um stefnu, helstu verkefni og starfsumhverfi bankans, áherslur í fjármögnun og eiginfjárskipan bankans, umfjöllun um lánshæfismat Arion banka, framvindu þróunarverkefna, fjárhagslegar horfur og uppfærð fjárhagsleg markmið.
Fjárhagsleg markmið
Arðsemi eigin fjár | Umfram 13% |
---|---|
Kjarnatekjur / áhættugrunnur | Umfram 7,2% |
Hlutfall kostnaðar af kjarnatekjum | Minna en 45% |
Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 umfram kröfur eftirlitsaðila |
Stjórnendaauki sem nemur 1,5-2,5 prósentustigum |
Vöxtur tryggingatekna | Vöxtur verði 3 prósentustigum umfram vöxt innlends tryggingamarkaðar |
Samsett hlutfall Varðar | Minna en 95% |
Arðgreiðslustefna* | 50% |
Fjárhagsleg markmið eru endurskoðuð árlega og horft er til allt að þriggja ára. Uppfærð í mars 2024.
*Arðgreiðsluhlutfall í kringum 50% af hagnaði til hluthafa annað hvort með arðgreiðslum eða endurkaupum á hlutabréfum bankans eða hvorutveggja. Viðbótarútgreiðslur verða skoðaðar þegar eigið fé bankans er umfram kröfur eftirlitsaðila að viðbættum stjórnendaauka bankans.
Arðsemi eigin fjár
Hlutfall kostnaðar af kjarnatekjum
Samsett hlutfall Varðar
Kjarnatekjur / Áhættugrunnur
Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1
Arðgreiðsluhlutfall
Fyrirvari
Tilkynning þessi er eingöngu ætluð til upplýsinga og er ekki ætluð sem grundvöllur fyrir ákvörðunum móttakanda. Upplýsingar sem fram koma í þessari tilkynningu fela ekki í sér loforð eða spá um framtíðina. Upplýsingar gætu verið grundvallaðar á ályktunum eða markaðsaðstæðum og geta breyst án fyrirvara. Bankinn, þ.m.t. hluthafar, stjórnendur, starfsmenn og ráðgjafar, taka enga ábyrgð á þeim upplýsingum, forsendum og niðurstöðum sem fram koma í tilkynningunni eða upplýsingum sem eru veittar í tengslum við hana. Munu framangreindir aðilar ekki gefa yfirlýsingar um að upplýsingarnar, forsendurnar og niðurstöðurnar séu nákvæmar, áreiðanlegar eða fullnægjandi og þeir skulu ekki bera skaðabótaábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að þær reynist ónákvæmar, óáreiðanlegar eða ófullnægjandi.