Nýtt umboðskerfi á launagreiðendavef
Innskráningarþjónustu og umboðskerfi Ísland.is hefur verið lokað. Nú hefur nýtt umboðs- og innskráningarkerfi verið tekið í notkun, Signet Login. Núverandi umboð flytjast ekki yfir í nýja kerfið. Til að geta skráð sig inn á launagreiðendavefinn er nauðsynlegt að veita umboð að nýju. Prókúruhafar þurfa að veita sjálfum sér og öðrum starfsmönnum sem sjá um iðgjaldaskil umboð í gegnum nýtt umboðskerfi.