Arion fríðindi fyrir okkar besta fólk

Í stuttu máli virka Arion fríðindi þannig að því meira sem þú nýtir þér þjónustu okkar, því meiri fríðinda nýtur þú.

Það tekur 30 sekúndur að skrá sig til leiks, þú einfaldlega opnar Arion appið og fylgir örfáum einföldum skrefum.

Í appinu ertu síðan með góða yfirsýn yfir fríðindi þín og þær þjónustur sem þú ert með hjá okkur ásamt því að sjá hvaða auknu fríðindi standa þér til boða, þar er af nógu að taka!

Nánar um Arion fríðindi

Fjölskyldan er í Arion appinu

Foreldrar geta fylgst með virkni á reikningum barna sinna og enn fremur stofnað bæði sparnaðarreikninga (t.d. framtíðarreikning) og debetkort fyrir börn sín með fljótlegum og einföldum hætti. Foreldrar hafa fulla sýn á reikninga barna sinna þangað til börnin ná átján ára aldri og verða fjárráða. Þá hverfur sýn foreldranna.

Til þess að virkja millifærsluaðgang á reikninga barna þarf að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 444 7000 eða senda tölvupóst á netfangið arionbanki@arionbanki.is. Allir foreldrar/forsjáraðilar þurfa að skrifa undir úttektarumboð.

Reikningar maka

Athugaðu að undir Fjölskyldan getur þú einnig nálgast yfirlit yfir vörur maka ef búið er að veita viðeigandi umboð. Umboð eru veitt í gegnum netbankann.

Allt sem tengist
verðbréfaviðskiptum

Þú ert með heildarsýn á verðbréfasafnið þitt. Staða á öllum þínum eignum, ásamt línuriti sem sýnir ávöxtun og hreyfingaryfirlit.

  • Línurit sem sýnir þróun á verðbréfasafninu þínu
  • Yfirlit eigna og ávöxtun sjóða og hlutabréfa
  • Yfirlit viðskipta í vinnslu
  • Hreyfingaryfirlit

Hvað þarf að gera til að hefja viðskipti?

Þú þarft að stofna verðbréfasafn (einnig kallað vörslureikningur). Ferlið er einfalt og rafrænt og hægt er að stofan það hér fyrir neðan.

Stofna verðbréfasafn
Kynntu þér fjárfestavernd

Þú fylgist með lífeyrismálunum
í Arion appinu

Í appinu býðst þér einstök yfirsýn yfir lífeyrissparnaðinn þinn. Þar getur þú jafnframt:

  • Stofnað viðbótarsparnað
  • Fylgst með greiðslum inn á íbúðalán og sjá hvort greiðslur séu virkar
  • Flutt annan viðbótarsparnað til Arion með einföldum hætti
  • Fylgst með núverandi stöðu og þróun inneignar frá upphafi
  • Séð áætlaða stöðu við starfslok og mánaðarlegar útgreiðslur
  • Tekið út séreignarsparnað

Tryggðu þig hjá Verði
í Arion appinu

Samstarf um betri þjónustu

Það einfaldar lífið að vera með allt á sama stað. Árangur þinn skiptir okkur máli og viljum við að þú njótir góðs af því að vera með fjármálin og tryggingarnar á sama stað. Þar af leiðandi færðu betri kjör ef þú ert bæði hjá Arion og Verði.

Fáðu tilboð í tryggingar á örfáum sekúndum

Það er auðvelt að fá tilboð í tryggingar hjá Verði. Eina sem þú þarft að gera er að ná í Arion appið, smella á Meira og svo á Mínar tryggingar.

Ef þér líst vel á tilboðið klárar þú kaupin með einum smelli. Þetta er svona einfalt.

Sækja Arion appið fyrir iOS Sækja Arion appið fyrir Android

App aðstoð

Að virkja appið

Það er einfalt að setja appið upp og virkja það í símanum. 

Fyrst þarf að tryggja að síminn nái netsambandi, við mælum með að tengjast þráðlausu neti þar sem það flýtir fyrir uppsetningu og felur í sér minni kostnað.

SJÁ NÁNAR

Leiðbeiningar

Við höfum sett saman leiðbeiningar sem hjálpa fólki við að stíga sín fyrstu skref í heimi stafrænnar bankaþjónustu.

  • Sækja Arion appið fyrir iPhone síma
  • Sækja Arion appið fyrir Android síma
  • Tengja kort við Apple Pay
  • Tengja kort við Símaveski (Android)
  • Greiða reikninga
  • Millifæra
  • Greiða inn á lán
  • Stofna eða breyta yfirdráttarheimild
  • Breyta kreditkortaheimild
  • Stofna reikning
  • Stofna kreditkort
  • Greiðsludreifing kreditkort
SJÁ NÁNAR

Borga með úrinu

Þú getur skráð debet-, kredit-, innkaupa- og gjafakort í Garmin Pay og Fitbit Pay og borgað með úrinu á þægilegan og öruggan hátt.

Þessi greiðslulausn eru einföld og örugg í notkun. Viðskiptavinir, sem nýta sér kosti þessarar lausnar, fá áfram öll þau fríðindi og tilboð sem fylgja kredit- og debetkortum Arion banka og enginn viðbótarkostnaður fylgir því að greiða með Garmin Pay eða Fitbit Pay.

SJÁ NÁNAR

Borgaðu með Google Pay

Google Pay™ er einföld, hröð og örugg greiðsluleið til að borga fyrir vörur og þjónustu með Android tækinu þínu.

Örugg greiðslulausn

Þegar greiðsla með Google Pay er framkvæmd notar Google Wallet sértækt númer fyrir tækið þitt og einkvæmt númer fyrir greiðsluna. Kortanúmerið er ekki vistað á tækinu eða á netþjónum Google og því er aldrei deilt með seljandanum. Google Wallet geymir engar upplýsingar um viðskiptin sem hægt er að rekja til þín, sem tryggir öryggi kaupanna.

SJÁ NÁNAR

Borgaðu með Apple Pay

Apple Pay er einföld og örugg leið til að borga í verslunum, í öppum og á netinu með iPhone, Apple Watch, iPad og Mac.

Auðveld og örugg greiðsluleið

Þegar greiðsla er framkvæmd notar Apple Pay sértækt númer fyrir tækið þitt og einkvæmt númer fyrir greiðsluna. Kortanúmerið er ekki vistað á tækinu eða á netþjónum Apple og því er aldrei deilt með seljandanum. Apple Pay geymir engar upplýsingar um viðskiptin sem hægt er að rekja til þín, sem tryggir öryggi kaupanna.

Borgaðu hraðar og öruggar með kortinu þínu með Apple Pay og njóttu allra kosta og fríðinda Arion kortsins þíns með Apple Pay.

SJÁ NÁNAR

Spurt og svarað