Gögn vegna útboðs Solid Clouds hf. / Solid Clouds hf. Offering material

Hlutafjárútboð Solid Clouds hf. mun standa yfir frá kl. 10:00, mánudaginn 28. júní nk., til kl. 16:00 miðvikudaginn 30. júní.

Haldinn verður opinn kynningarfundur kl. 12:30 þriðjudaginn 29. júní 2021. Vefstreymið verður aðgengilegt hér á vef Arion banka og á vefsíðu Solid Clouds.

Áskriftavefur
Tekið verður við áskriftum rafrænt á áskriftarvef útboðsins. Áskriftarvefur opnar mánudaginn 28. júní, klukkan 10:00.
 
Um útboðið
  • Útboðið hefst þann 28. júní 2021 og lýkur 30. júní 2021.
  • Grunnstærð útboðsins er að lágmarki 40.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Solid Clouds hf. („Solid Clouds“). Heimilt er að stækka grunnstærð útboðsins í allt að 58.000.000 hluti.
  • Verð á hlut í útboðinu er 12,5 kr. fyrir hvern hlut.
  • Arion banki er umsjónaraðili útboðsins.
  • Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar þann 1. júlí 2021.
  • Stjórn félagsins áskilur sér einhliða rétt til að ákvarða úthlutun í útboðinu.
  • Eindagi fjárfesta á áskriftarloforðum er 6. júlí 2021 fyrir kl. 16:15.
  • Afhendingardagur nýrra hluta og fyrsti viðskiptadagur á First North Iceland er áætlaður 12. júlí 2021.
  • Einstaklingar með skattalega heimilisfesti á Íslandi sem taka þátt í útboðinu geta fengið lækkun á tekjuskatts- og/eða fjármagnstekjuskattsstofni sem nemur 75% af fjárfestri upphæð. Þetta gildir um fjárfestingar á bilinu 300.000 kr. til 15.000.000 kr. á árinu 2021. Viðkomandi þarf að eiga bréfin í 3 ár annars verður afsláttur bakfærður með 15% álagi á söluári bréfanna. Sjá nánar um skattaafsláttinn hér. Fjárfestar eru hvattir til að leita sér sérfræðiráðgjafar varðandi skattamál.
  • Smelltu hér til að stofna vörslureikning
  • Áskriftarsíðuna verður hægt að nálgast í gegnum þessa vefsíðu á áskriftartímabilinu.
   Áskriftarbók A Áskriftarbók B 
Stærð áskrifta Áskriftir frá 100.000 kr. - 15.000.000 kr.   Áskriftir yfir 15.000.000 kr.
Útboðsgengi  12,5 kr, á hlut.  12,5 kr. á hlut.
Stærð útboðs Til sölu verða að lágmarki 40.000.000 nýir hlutir með heimild til að stækka upp í 58.000.000 hluti.  Til sölu verða að lágmarki 40.000.000 nýir hlutir með heimild til að stækka upp í 58.000.000 hluti.
Úthlutun Leitast verður við að skerða ekki áskriftir undir 300.000 kr. Stjórn félagsins áskilur sér einhliða rétt til að ákvarða úthlutun í útboðinu.  Stjórn félagsins áskilur sér rétt til að ákvarða úthlutun í útboðinu. 

Frekari upplýsingar um útboðið

Fjárfestum er heimilt að breyta áskrift sem þeir hafa þegar lagt fram í útboðinu á útboðstímabilinu með því að leggja fram annað tilboð eða fella niður tilboð sem þegar hefur verið lagt fram. Allar áskriftir sem hafa ekki verið felldar niður á áskriftartímabilinu eru bindandi fyrir viðkomandi fjárfesti í lok útboðstímabilsins. Útgefandi áskilur sér rétt til að innheimta áskriftir til samræmis við fyrirmæli laga, eða úthluta hlutabréfum áskrifanda sem ekki greiðir á gjalddaga til annarra fjárfesta, án frekari fyrirvara að viðvörunar.

Umsjónaraðili útboðs áskilur sér rétt til að krefjast staðfestingar á greiðslugetu eða tryggingar fyrir greiðslu áskrifta frá áskrifendum. Verði áskrifandi ekki við þessari kröfu umsjónaraðila innan þess frests sem gefinn er, áskilur söluaðili sér rétt til að ógilda áskrift viðkomandi áskrifanda að hluta eða í heild. Umsjónaraðili metur einhliða hvort staðfesting á greiðslugetu eða trygging teljist fullnægjandi. Útgefandi og umsjónaraðili áskilja sér rétt til að hafna áskriftum, án fyrirvara eða aðvörunar.

Útboðið er eingöngu markaðssett á Íslandi og er þátttaka í áskriftarleið A heimil öllum þeim einstaklingum og lögaðilum sem hafa bæði íslenska kennitölu og eru fjárráða í skilningi lögræðislaga nr. 71/1997, með þeim takmörkunum sem af lögunum kunna að leiða. Þar af leiðir að einstaklingum sem ekki hafa náð 18 ára aldri, sem og þeim einstaklingum sem ekki ráða búi sínu sjálfir, er ekki heimil þátttaka í útboðinu. Þátttaka í áskriftarleið B er háð sömu skilyrðum, auk þess sem lágmarksfjárhæð áskriftar er 15 m.kr.

Minnt er á að hlutabréf eru áhættusöm fjárfesting sem getur byggst á væntingum en ekki loforðum. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutabréfum í Solid Clouds hf. skulu fjárfestar kynna sér alla skilmála útboðsins og upplýsingar um Solid Clouds hf., sem finna má í fjárfestakynningu Solid Clouds hf., sem dagsett er 22. júní 2021, auk annarra gagna, fyrirvara og upplýsinga sem birt eru í tengslum við útboðin og fyrirhugaða skráningu á Nasdaq First North Iceland.

Spurt og svarað


 


Lykildagsetningar / Key dates

Útboðstímabil:
28. - 30. júní 2021

Eindagi greiðslu:
6. júlí 2021

Áætlaður fyrsti viðskiptadagur og afhending bréfa:
12. júlí 2021

The Offer period:
28 - 30 June 2021

Final date for payment:
6 July 2021 

Planned first day of trading and delivery of shares:
12 July 2021


Tilkynningar / Releases



Skráningarskjal og önnur skjöl / Company Description and other documents 

Skráningarskjal / Company Description

Share Offering of Solid Clouds

The subscription period will commence at 10:00 a.m. GMT, Monday 28 June and end at 16:00 GMT, Wednesday 30 June 2021.

An open investor meeting will be held at 12:30 p.m. GMT, Tuesday 29 June. Live stream will be accessible here on Arion Bank‘s website and here on Solid Clouds‘ website.

Subscription website
Subscriptions shall be registered electronically via a subscription system on the subscription website. The subscription website opens on Monday 28 June, at 10:00 a.m. GMT.

About the Offering
  • The Offer period is expected to begin on 28 June 2021 and to end on 30 June 2021.
  • The minimum base offer will consist of 40,000,000 shares in Solid Clouds hf. („Solid Clouds“). There is a right to increase the base offer up to 58,000,000 shares.
  • The Offering price is ISK 12.5 per share.
  • Arion Bank is the Manager of the Offering.
  • The results of the Offering is expected to be announced on 1 July 2021.
  • The Board of Directors has unilateral authority to determine allocation of shares.
  • The final due date for the purchase price is on 6 July 2021 before 16:15 p.m.
  • The delivery date of the shares and the first day of trading on First North Iceland is expected to be on the 12 July 2021.
  • Individuals that are residents in Iceland for tax purposes, and participate in Orderbook A in the Offering, can receive a tax deduction on their income tax and/or their capital tax gains base for up to 75% of their investment for investments between ISK 300,000 to ISK 15,000,000. The individual must own the shares for a minimum of a three years otherwise the discount will be reversed with a 15% surcharge. See more about the tax deduction here. Investors are encouraged to seek expert advice on tax matters.
  • Establish a custody account here.
 
 
  Orderbook A Orderbook B 
Subscription amounts Subscriptions amounting from ISK 100.000 - ISK 15.000.000. Subscriptions over ISK 15.000.000.
Office price ISK 12,5 pr. share. ISK 12,5 pr. share.
Offering size A minimum of 40,000,000 new shares will be for sale with authorization to increase up to 58,000,000 shares. A minimum of 40,000,000 new shares will be for sale with authorization to increase up to 58,000,000 shares.
Allocation Efforts will be made not to reduce subscriptions below a purchase value of ISK 300,000. The Board of Directors has unilateral authority to determine shares allocation. The Board of Directors has unilateral authority to determine shares allocation.

 

Further information on the offering

Investors are entitled to change an order which they have confirmed and delivered on the order form in the Offering during the Offer period, by submitting an additional order or cancelling an order already submitted. All orders that have not been cancelled during the Offer period are binding for the respective investor at the end of the Offer period. The Issuer reserves the right to collect all subscriptions in accordance with law. If an investor does not complete payment by the due date the Manager and the Issuer reserve the right to distribute the shares to other subscriber(s) without further notice or warning.

The Issuer reserves the right to demand evidence of solvency and proof of funds or guarantees for payment of subscriptions from subscribers. If subscriber does not comply, the Issuer may reject the subscription on whole or part. The Issuer, at its sole discretion, assesses and decides if evidence of solvency and proof of funds or guarantee of payment is deemed sufficient. The Issuer reserves the right to reject subscriptions without further notice or warning.

The Offerings are only marketed in Iceland and Icelandic jurisdiction. Participation in Orderbook A is open to anybody with an Icelandic identification number and who are competent pursuant to Act no 71/1997, or, for legal persons, are registered in the Icelandic register of enterprises. Individuals who are under the age of 18 or do not have autonomy over their finances are not permitted to participate in the offerings. Participation in Orderbook B is subject to the same requirements, with the addition of a minimum subscription of ISK 15 million.

Investment in securities involves risk, and decisions to invest may be based on expectations rather than promises. Before deciding to participate in Solid Clouds´ Offering, investors should review and analyse the terms of the offering and information presented in the Investor Presentation, dated 22 June 2021 and other documents, disclaimers and information made available and presented in the offering materials and in relation to the listing of shares on Nasdaq First North Iceland.

FAQ